Vann ferðatölvu í fermingarleik Blómavals
Blómaval stóð fyrir fermingarleik á dögunum. Þar gat heppinn einstaklingur nælt sér í HP fartölvu. Leikurinn fólst í því að þeir sem versluðu í Blómavali gátu sett nafn sitt í pott og áttu þar með möguleika á vinningi.
Sindri Þrastarson var sá sem hlaut verðlaunin í Reykjanesbæ en alls voru fjórar fartölvur í verðlaun, ein frá hverri búð Blómavals.
„Það er alveg frábært að vinna svona,“ sagði Sindri og móðir hans bætti við að það væri í raun starfsfólki Blómavals að þakka að hann skildi hafa settur í pottinn en hún hafi ekki ætlað sér að skila inn þátttökuseðlinum, þar til hún var hvött til þess af þeim.
VF-mynd/Margrét