Vann 80.000 kr. inneign í Múrbúðinni
Ólöf Ögn Ólafsdóttir er sigurvegari í nýársleik Múrbúðarinnar. Leikurinn gekk út á það að viðskiptavinir skráðu sig á póstlista Múrbúðarinnar, hvort sem þeir gerðu það í búðinni eða á heimasíðu Múrbúðarinnar. Það eina sem þurfti að gera var að gefa upp nafn, netfang og póstnúmer.
Í vinning var kr. 80.000 inneign í Múrbúðinni. Vinningsshafinn var svo dreginn út 15 febrúar. Vinningshafinn í leiknum var Ólöf Ögn Ólafsdóttir sem búsett er í Reykjanesbæ.
Ólöf var himinlifandi með að vera dregin út. Hún var ekki búin að ákveða það hvernig hún ætlaði að nýta inneignina en sagði að hún myndi koma að góðum notum þar sem hún þyrfti að huga að ýmsu inn á heimilinu.
Þar sem Múrbúðin býður upp á vandaðar og góðar vörur fyrir heimilið eins og t.d. gólfefni, málningu, hreinlætistæki og að sjálfsögðu hágæða múrefni ætti vinningshafinn ekki að vera í vandræðum með að velja.