Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Vandræðagangur með ofn United Silicon
Sunnudagur 28. maí 2017 kl. 12:38

Vandræðagangur með ofn United Silicon

Slökkt var á ljósbogaofni United Silicon í Helguvík í annað sinn í gær en aftur ræstur í gærkvöldi eftir viðgerð, að því er kemur fram á ruv.is. Á annað hundrað kvartanir vegna lyktarmengunar hafa borist Umhverfisstofnun frá því ofninn var ræstur að nýju á sunnudag í síðustu viku, þar af bárust tíu í gærkvöldi.

Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon segir að ofninn hafi verið keyrður á litlu álagi í fyrrakvöld og í gær en núna sé ofninn kominn í það mikið afl að hann eigi ekki lengur að gefa frá sér lykt. Kristleifir segir að núna gangi rekstur ofnsins samkvæmt áætlun. Ofninn er nú keyrður á 28 megavatta afli en fullt afl sé 32 megavött.

Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir við ruv.is að farið verði yfir stöðu mála hjá United Silicon eftir helgina. Þá sé beðið niðurstöðu mælinga en þær eigi að berast um mánaðarmótin.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024