Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 27. júlí 2003 kl. 23:46

Vandlátir kavíarþjófar á ferð

Sjávarfang virðist vinsælt þýfi hjá þjófum þessa lands. Þannig eru tíðir humarþjófnaðir hér á landi en sjaldgæfara er að kavíar sé stolið. Sex kössum af kavíar var stolið úr vörugámi á gámasvæði Njarðvíkurhafnar sl. fimmtudag.Ekki er vitað hver þar var á ferð en án efa mun þjófurinn venja komur sínar í áfengisverslunina á næstunni til að kaupa vandað kampavín með kavíarnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024