Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vandaðir sjónvarpsþættir um Reykjanesskagann
Ari Trausti Guðmundsson.
Mánudagur 12. ágúst 2013 kl. 14:50

Vandaðir sjónvarpsþættir um Reykjanesskagann

REYKJANES: UPPLIFUN VIÐ BÆJARDYRNAR

Lífsmynd (Valdimar Leifsson) og Ari Trausti Guðmundsson hafa lokið gerð þriggja vandaðra sjónvarpsþátta um Reykjanesskagann, einn af þeim landhlutum sem margir gleyma þegar hugað er að upplifunarferðum, fjölbreyttri náttúru og fjölþættu mannlífi. Fyrsti þátturinn er á dagskrá Sjónvarpsins á morgun, 13. ágúst kl. 20.10.

Í  fyrsta þætti byrjar Ari Trausti ferð sína um Reykjanesskagann við líkneskið af heilagri Barböru í Kapelluhrauni. Hann gerir grein fyrir sögu og legu skagans, skoðar svo Lambafellsklofa þar sem gengið er í gegnum fjall og útskýrir jarðfræðina, plötuskil, eldstöðvarkerfi og fleira. Rætt er við dr. Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing um uppgröft á fornri útstöð í Höfnum og við Reyni Sveinsson forstöðumann Fræðasetursins í Sandgerði um byggð til forna, meðal annars við kirkjuna á Hvalsnesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tveimur seinni þáttunum, sem fluttir eru vikulega á sama tíma, verður farið vítt og breitt um skagann og margt sýnt sem ætti að vekja áhuga, jafnt íbúa SV-lands sem annars staðar.