VANDAÐASTA HANDBÓK BANDARÍKJAFLOTA
Umhverfisdeild varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur í samvinnu við Ingva Þorsteinsson náttúrufræðing gefið út nýja handbók um náttúru og sögu Suðurnesja á íslensku og ensku sem nefnist ,,Kynnumst Suðurnesjum”. Telur varnarliðið handbókina vera hina vönduðustu sem gefin hefur verið út á vegum Bandaríkjaflota um umhverfismál á tveimur tungumálum. Bókin, sem er hin vandaðasta og hefst á almennri kynningu á náttúru Íslands, inniheldur upplýsingar um jarðfræði, veðurfar, jarðveg, gróður og dýralíf á Suðurnesjum auk kafla um sögu og atvinnulíf svæðisins, Keflavíkurflugvöll og varnarstöðina. Hver blaðsíða inniheldur texta bæði á íslensku sem ensku og prýðir fjöldi litljósmynda og skýringarmynda síður hennar.Varnarliðið dreifir bókinni ókeypis til þeirra skóla á Suðurnesjum sem þess óska.