Valur GK 6 brann í Sandgerðishöfn í kvöld
Slökkvilið Sandgerðis og Brunavarnir Suðurnesja hafa í kvöld barist við eld um borð í Vali GK 6, sem er 120 tonna bátur frá Grindavík. Báturinn liggur í Sandgerðishöfn og stendur slökkvistarf enn yfir. Eldurinn kom upp kl. 20 og var slökkvilið Sandgerðis mætt á vettvang 5 mínútum síðar. Skömmu síðar barst aðstoð frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja, sem sendi tankbíl, dælubíl og súrefnisbanka. Þá var einnig sjúkrabíll til taks.
Eldsupptök eru óljós og sömuleiðis eru skemmdir ókunnar. Lögreglan í Keflavík er með málið til rannsóknar.
Ljósmyndir frá vettvangi í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson