Valt við harðan árekstur í Keflavík
Harður árekstur varð í gærmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Tjarnargötu í Reykjanesbæ. Þar var bifreið ekið frá Tjarnargötu og á bifreið, sem ekið var suður Hringbraut. Við árekstur vallt bifreiðin, sem var ekið suður Hringbraut. Lögregla, sjúkrabifreiðar ásamt tækjabíl slökkviliðssins fór á vettvang.
Slys reyndust ekki alvarleg en farþegi í bifreiðinni sem valt var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Bifreiðarnar skemmdust mikið og voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.
Slys reyndust ekki alvarleg en farþegi í bifreiðinni sem valt var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Bifreiðarnar skemmdust mikið og voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.