Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Valt við Berghóla
Miðvikudagur 14. febrúar 2018 kl. 15:11

Valt við Berghóla

Bílvelta varð um hádegisbil við Berghóla í Leiru. Hafnaði bifreiðin á hliðinni úti í móa.
 
Lögregla og sjúkralið voru send á vettvang en ökumaður reyndist ómeiddur og ætlaði að koma sér sjálfur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 
Þegar ljósmyndari Víkurfrétta kom á vettvang var verið að undirbúa það að ná bifreiðinni aftur upp á veg. Lögregluþjónar stjórnuðu umferð á meðan og ekki urðu miklar tafir á umferð.
 
Talsvert er um að að bílar séu útaf á þjóðvegum í kringum Reykjanesbæ en frá því í morgun hefur nokkuð skafið og verið skyggni ekki gott við akstur.
 
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024