Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valt upp á hringtorg við Bolafót
Föstudagur 24. mars 2017 kl. 11:11

Valt upp á hringtorg við Bolafót

Bíll valt á hringtorginu við Bolafót og Njarðarbraut í Reykjanesbæ í gærkvöld. Hálka var á veginum og slæmt skyggni þegar óhappið átti sér stað. Rann bílinn til og endaði uppi á steini á hringtorginu. Bílinn var óökufær eftir veltuna og var því fjarlægður með dráttarbifreið. Ökumaður og tveir farþegar sluppu ómeiddir.

Áður hafði orðið árekstur á mótum Njarðarbrautar og Stekks þegar bíl var ekið í veg fyrir aðra. Annar ökumaðurinn kenndi eymsla eftir óhappið og var hann fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024