Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valt í skurð á Reykjanesbraut
Laugardagur 1. apríl 2006 kl. 18:01

Valt í skurð á Reykjanesbraut

Tveir menn voru í bíl sem valt á Reykjanesbraut um kl. 17 í dag skammt ofan við Grindavíkurafleggjara. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar í skurði við Reykjanesbraut þar sem vinna stendur nú yfir við tvöföldun Reykjanesbrautar.

Báðir menn voru með meðvitund er lögreglu og sjúkraflutningamenn bar að garði en ökumaður og farþegi voru fluttir á Landspítala Háskólasjúkrahúss til nánari athugunar. Beita þurfti klippum til þess að ná mönnunum úr bílnum.

VF-myndir/JBÓ
[email protected]

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024