Valt á Stapanum - Einn fluttur á sjúkrahús
Bílvelta varð á Reykjanesbraut á Stapa nú áðan. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ástæður slyssins en einn var fluttur á sjúkrahús til Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var aðeins ökumaður í bílnum.
Bifreiðin sem valt er mikið skemmd en hún hafnaði á hvolfi á milli akbrauta. Lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú að vettvangsvinnu á slysstað.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á slysstað nú áðan.