Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Valgerður Sverrisdóttur í Helguvík
Miðvikudagur 25. maí 2005 kl. 10:30

Valgerður Sverrisdóttur í Helguvík

Viðskipta- og iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, mun heimsækja Suðurnesin um miðjan dag í dag. Í heimsókn sinni um Suðurnesin er áætlað að hún fundi með bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússyni, ásamt því að skoða Helguvíkina og jafnvel Innri-Njarðvík.

„Ég lýsi sérstakri ánægju með það að iðnaðarráðherra fallist strax á að koma hingað á Suðurnesin til þess að leiðrétta augljósan misskilning en fyrst og fremst til þess að sýna áhuga sinn á því að vinna að atvinnuuppbyggingu með Suðurnesjamönnum,“ sagði Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarmanna, í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024