Val á nafni á nýtt sveitarfélag frestast
Í ljósi þess að óskað var eftir nýrri umsögn hjá Örnefnanefnd hefur áætluð tímalína vegna vals á nafni á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs raskast. Upphaflega var áætlað að atkvæðagreiðsla færi fram fyrir páska. Að mati nafnanefndarinnar er æskilegt að íbúar fái góðan tíma til að vega og meta tillögur að nýju nafni.
Því hefur verið ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni fram í apríl. Kynning á tillögum að nöfnum fer fram þegar umsagnarferli Örnefnanefndar er lokið, segir í tilkynningu frá nafnanefnd sveitarfélaganna.