Vaktin róleg hjá lögreglu
Rólegt var á vakt lögreglunnar í nótt og sagði varðstjóri á vakt nú fyrir hádegi að næturvaktin hefði verið ánægð með vaktina. Þó voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur en þeir voru mældir á 123 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km á klukkustund. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að stöðva ekki við gatnamót, þar sem stöðvunarskylda er.