Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 29. nóvember 2003 kl. 14:24

Vaknaði við innbrotsþjóf í íbúðinni

Tilkynnt var um tvö innbrot í Keflavík í nótt. Í öðru innbrotinu, sem var tilkynnt til lögreglu um sexleytið í morgun, var stolið upptökuvél og myndbandstæki úr kjallara í fjölbýlishúsi skammt frá lögreglustöðinni. Þá vaknaði íbúi við innbrotsþjóf, sem hafði komist inn í hús í norðurbænum um fjögurleytið.
Innbrotsþjófurinn forðaði sér þegar hann varð var við íbúa hússins og er ófundinn. Lögreglan í Reykjanesbæ segir að innbrot hafi einnig átt sér stað í vallarhúsi við knattspyrnuvöll í Keflavík fyrir helgi en þar var DVD-spilara stolið. Morgunblaðið á Netinu greindi frá þessu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024