Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Væta og hvassviðri í kortunum
Föstudagur 23. mars 2007 kl. 09:07

Væta og hvassviðri í kortunum

Á Garðskagavita voru SV 11 og 4,3 stiga hiti kl 8 í morgun.
Klukkan 6 í morgun var sunnan- og suðvestan 8-13 sunnan- og vestanlands en 13-24 á Norður- og Austurlandi, hvassast Skjaldþingsstöðum. Skúrir vestast en annars rigning víðast hvar. Hiti var 2 til 13 stig, svalast á Haugi í Miðfirði en hlýjast á Skjaldþingsstöðum við Vopnafjörð.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 8-15 og skúrir eða slydduél. Kólnandi. Hægari í kvöld. Suðaustan 10-15 og rigning í fyrramálið en 13-20 síðdegis á morgun og Hiti 3 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi austantil á landinu fram eftir morgni. Spá: SV 8-15 m/s vestanlands með skúrum og síðar éljum, en S 18-25 og rigning austantil fram eftir morgni. Léttir til austanlands síðdegis. Hiti 0 til 5 stig síðdegis. Vaxandi SA átt í fyrramálið, 13-20 og rigning um og eftir hádegi vestantil en einnig austantil undir kvöld á morgun.

Við Fitjar.

Mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024