Væta í kortunum
Það virðist ekkert lát vera á vætutíðinni þetta sumarið hérna á suðvesturhorninu. Ef marka má veðurspána þessa vikuna þá er áfram búist við rigningu.
Næsta sólarhring er búist við suðaustan og austanátt með 5-10 m/s og rigningu, suðlæg átt með 3-8 m/s og úrkomuminna síðdegis. Rigning með köflum á morgun. Hiti 8 til 13 stig en þó mun hitastig hækka líklega þegar líður á vikuna.