Væta í kortunum
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Austan 10-15 m/s. Skýjað og rigning öðru hverju eftir hádegi. Mun hægari og úrkomulítið í kvöld, en austan 8-13 m/s og rigning í fyrramálið. Suðaustan 5-10 og skúrir seint á morgun. Hiti 10 til 16 stig.
Spá gerð 01.06.2007 kl. 06:42
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag: Suðlæg átt og skúrir sunnan- og vestantil, en víða léttskýjað norðan- og austanlands. Hiti 10 til 14 stig, en allt að 20 stig norðan- og norðaustanlands. Á mánudag: Sunnan- og suðvestanátt og rigning um landið vestan- og suðvestanvert, en bjart norðanlands og austan. Milt veður og hiti allt að 18 stigum norðaustantil. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Áfram S- og SV-átt. Nokkuð eindregin vætutíð um landið sunnanvert, en úrkomulítið og lengst af bjart veður norðan- og austantil. Hiti 8 til 12 stig, en fremur hlýtt í veðri norðaustan- og austantil.
Spá gerð 01.06.2007 kl. 08:48
Af vef veðurstofunnar. Skoðið nýjan og glæsilegan vef www.vedur.is
VF-mynd/Þorgils - Ytri-Njarðvíkurkirkja við sólarlag.