Vænta góðs samstarfs við Skyggni
Á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga í gær voru lögð fram drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Skyggni, ásamt viðaukasamning fyrir árið 2016. Bæjarráð samþykkti samninginn og hefur falið bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að það fagni niðurstöðunni og vænti góðs samstarfs við Björgunarsveitina Skyggni.
Um síðustu áramót sleit björgunarsveitin Skyggnir samstarfssamningi sínum við sveitarfélagið Voga vegna þess að hve mikla vinnu björgunarsveitarfólk þurfi að inna af hendi fyrir styrkina.