Vænir urriðar í Seltjörn
Síðustu vikur hefur veiðst mjög vel í Seltjörn á Reykjanesi og eru veiðimenn að setja í væna urriða í bland við hefðbundna 1 – 3 punda fiskinn sem hefur verið aðallega sleppt í vatnið. Einnig hafa veiðst þar nokkuð góðar bleikjur allt að 5 pundum en stærsti urriðinn sem hefur veiðst var um 8 pund. Alls hafa veiðst um 1.000 urriðar í vatninu síðan það var opnað í lok apríl síðastliðins.
Meiri fisk hefur verið sleppt í vatnið undanfarið og er því ávallt góð veiðivon. Skemmtilegt er að fylgjast með hegðun urriðans en hann virðist skipta sér eftir stærðum á viss svæði í vatninu sem telst nokkuð áhugavert.
Seltjörn er opin á hverjum degi frá 10 – 21. Frekari upplýsingar má fá á www.seltjorn.net
Meiri fisk hefur verið sleppt í vatnið undanfarið og er því ávallt góð veiðivon. Skemmtilegt er að fylgjast með hegðun urriðans en hann virðist skipta sér eftir stærðum á viss svæði í vatninu sem telst nokkuð áhugavert.
Seltjörn er opin á hverjum degi frá 10 – 21. Frekari upplýsingar má fá á www.seltjorn.net