Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vægt frost og skýjað með köflum í dag
Laugardagur 25. nóvember 2006 kl. 08:15

Vægt frost og skýjað með köflum í dag

Klukkan 6 var norðaustlæg átt á landinu 7-15 m/s, hvassast á Rauðanúpi en hægari um landið suðvestanvert. Víða léttskýjað sunnan- og vestanlands, en él við norðurströndina og á norðanverðum Vestfjörðum. Hiti frá 3 stigum í Seley niður í 10 stiga frost á Þingvöllum.

Yfirlit
Á Noregshafi er 980 mb lægð sem hreyfist lítið, en skammt V af Írlandi er vaxandi 968 mb lægðasvæði sem þokast NNA. Yfir Grænlandi er 1011 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt 5-13 m/s, en hvessir heldur í dag og allt að 18 m/s á annesjum norðan- og austantil í kvöld, en lægir smám saman á morgun. Él eða snjókoma um norðan- og austanvert landið einkum síðdegis og í nótt, en léttskýjað að mestu sunnanlands. Frost víða 0 til 7 stig, kaldast inn til landsins.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað í fyrstu, en síðan 8-13 m/s skýjað með köflum og stöku él norðantil. Frost 1 til 6 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024