Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vægi landbúnaðar minnst á Suðurnesjum
Þriðjudagur 26. febrúar 2019 kl. 09:36

Vægi landbúnaðar minnst á Suðurnesjum

Vægi landbúnaðar í samanburði við aðrar atvinnugreinar er minnst á Suðurnesjum en mest á Norðurlandi vestra. Heildarvelta landbúnaðar á Íslandi hefur aukist en fiskeldi á stóran þátt í því. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um „landfræðilegt og efnahagslegt litróf“ landbúnaðar á Íslandi en hún var unnin fyrir atvinnuþróunarfélög og landssamtök á landinu þar á meðal Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, sem greinir frá niðurstöðum skýrslunnar.
 
Markmið skýrslunnar og viðfangsefni er að veita yfirlit yfir umfang landbúnaðar í einstaka landshlutum á Íslandi í tilefni af breyttu umhverfi hans. Þau helstu eru stóraukinn innflutningskvóti á erlendum landbúnaðarafurðum, einkum fersku kjöti, aukin áhersla og meðvitund um tengsl landbúnaðar og loftslagsmála, versnandi afkoma innan landbúnaðarins og horfur, einkum í sauðfjárrækt og minkarækt og endurskoðun samninga um starfsskilyrði ýmissa búgreina. Gert er ráð fyrir að upplýsingarnar nýtist ef kemur til að landbúnaður verði fyrir verulegu áfalli.
 
Rekstartekjur landbúnaðar á Íslandi uxu nánast á öllum landsvæðum á tímabilinu 2008-2017 og voru 73,2 milljónir króna árið 2017.
 
Landbúnaður hefur ekki verið stór atvinnugrein á Suðurnesjum og kemur því ekki á óvart að hann er minnstur í samanburði við landið eða 3% en inni í tölum er fiskeldi sem er öflugt á svæðinu. Má þar nefna Matorku í Grindavík, Stofnfisk í Vogum og Höfnum, Stolt Seafarn á Reykjanbesi, Samherja við Grindavík og þá rekur Hafrannsóknarstofnun tilraunastöð í Grindavík.
 
Rekstrartekjur sauðfjár- og nautgriparæktar voru 2,2% á Suðurnesjum en mestar eru þær á Suðurlandi samtals 32,8% Fjöldi nautgripa er minnstur á Suðurnesjum eða 0,3% en mestur á Suðurlandi 2016 eða 39%.
 
Alifuglastofninn er nokkuð stór á Suðurnesjum og var hann mestur þar 27%, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi 31%. Stofninn hefur verið í stöðugum vexti á Suðurnesjum en bæði eru rekin bú í Grindavík og Sandgerði. Alls eru 15% svína á Suðurnesjum en flest eru þau á Suðurlandi árið 2016 eða 31% allra, en næst flest 24% á höfuðborgarsvæðinu. Færri eru þau annars staðar eða 15% á Vesturlandi, 14% á Norðurlandi eystra, 1% á Norðurlandi vestra, innan við 0,5% á Austurlandi en engin á Vestfjörðum.
 
Jarðir í ábúð voru 2% á Suðurnesjum en flestar á Suðurlandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024