V-dagurinn: Fjórar nauðganir kærðar á Suðurnesjum í fyrra
Í annað skipti er V-dagurinn haldinn á Íslandi í dag 14. febrúar en V-dagssamtökin voru stofnuð árið 1998 í tengslum við leikritið Vagina Monologues eða Píkusögur eftir Eve Ensler sem er sýnt í Borgarleikhúsinu. Markmið alþjóðlegu V-dagssamtakanna er að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim og munu samtökin starfa þar til því markmiði hefur verið náð.V-dagur var haldinn í fyrsta skipti á Íslandi þann 14. febrúar í fyrra. Markmiðið með deginum er það sama og á hinum aljóðlegu V-dögum, fólk er vakið til umhugsunar um kynferðisofbeldi gegn konum. Fyrsta verkefni samtakanna var að halda V-daginn þar sem haldið var málþing og glæsileg dagskrá í Borgarleikhúsinu.
V-dagssamtökin á Íslandi standa fyrir málþingi sem fram fer í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag og hefst málþingið klukkan 16:30. Meðal þeirra sem munu halda erindi eru Elín Hirst fréttastjóri Sjónvarpsins en hún flytur erindi sem nefnist „ Ábyrgð fjölmiðla varðandi umfjöllun um kynferðisbrot“. Um kvöldið verður dagskrá í Borgarleikhúsinu og opnar húsið klukkan 19:00 en um kvöldið verður m.a. heimasíða samtakanna opnuð en slóðin er www.vdagur.is.
Hjá Lögreglunni í Keflavík í fyrra voru fjórar nauðganir kærðar að sögn Jóhannesar Jenssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Jóhannes segir að ferli nauðgunarmála sé í föstum skorðum hjá Lögreglunni í Keflavík og fórnarlömb nauðgana fari í læknisskoðun hjá neyðarmóttöku í Reykjavík.
18 komur eru skráðar í Kvennaathvarfið af Suðurnesjum í fyrra en Jóna Sigurlín Harðardóttir framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins sagði í samtali við Víkurfréttir að verið gæti að sama konan væri að koma tvisvar í athvarfið: „Þær konur sem hingað leita fá yfirleitt ráðgjöf og það getur verið að sama konan sé að koma tvisvar. Við sundurgreinum það ekki og tökum mið af heimsóknum í athvarfið.“ Árið 2001 voru komur kvenna af Suðurnesjum í Kvennaathvarfið 11 talsins.
V-dagssamtökin á Íslandi standa fyrir málþingi sem fram fer í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag og hefst málþingið klukkan 16:30. Meðal þeirra sem munu halda erindi eru Elín Hirst fréttastjóri Sjónvarpsins en hún flytur erindi sem nefnist „ Ábyrgð fjölmiðla varðandi umfjöllun um kynferðisbrot“. Um kvöldið verður dagskrá í Borgarleikhúsinu og opnar húsið klukkan 19:00 en um kvöldið verður m.a. heimasíða samtakanna opnuð en slóðin er www.vdagur.is.
Hjá Lögreglunni í Keflavík í fyrra voru fjórar nauðganir kærðar að sögn Jóhannesar Jenssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Jóhannes segir að ferli nauðgunarmála sé í föstum skorðum hjá Lögreglunni í Keflavík og fórnarlömb nauðgana fari í læknisskoðun hjá neyðarmóttöku í Reykjavík.
18 komur eru skráðar í Kvennaathvarfið af Suðurnesjum í fyrra en Jóna Sigurlín Harðardóttir framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins sagði í samtali við Víkurfréttir að verið gæti að sama konan væri að koma tvisvar í athvarfið: „Þær konur sem hingað leita fá yfirleitt ráðgjöf og það getur verið að sama konan sé að koma tvisvar. Við sundurgreinum það ekki og tökum mið af heimsóknum í athvarfið.“ Árið 2001 voru komur kvenna af Suðurnesjum í Kvennaathvarfið 11 talsins.