Útvarpsþáttur um Grunnskólann í Sandgerði
Útvarpsþáttur um forvitnilega skólastefnu við Grunnskólann í Sandgerði var fluttur á Rás 1 síðasta sunnudagskvöld, 7. ágúst. Þáttinn má nálgast á vef RÚV næstu vikurnar. Umsjónarmaður þáttarins er Marta Eiríksdóttir. Í þættinum ræðir hún við skólastjórnendur, kennara og nemendur um stefnuna sem unnið er eftir innan skólans en hún byggir á því að skapa góðan anda meðal nemenda og kennara. Stefnan kallast Uppeldi til ábyrgðar - Uppbygging sjálfsaga og kom upphaflega frá frumbyggjum Kanada. Stefnan hefur rutt sér til rúms hér á landi í mörgum skólum undanfarin ár. Upphafsmaður hugmyndafræðinnar var Diane Gossing.