Útvarpsstöð opnar í Garðinum
Félagsmiðstöðin Trufluð Tilvera í Garðinum verður með útvarpsstöð dagana 16. til 22. mars nk. Dagskrárgerð verður í höndum ungmenna í Garðinum og má búast við fjölbreyttu og skemmtilegu útvarpi, segir í tilkynningu. Stöðin hefur hlotið nafnið Útvarp Tilvera og sendir út á FM 97,2.Nú er bara að muna að stilla á FM 97,2 og njóta dagskrárinnar.