Föstudagur 25. september 2009 kl. 09:22
Úttekt á aðild RNB að Fasteign
Gerð verður sérstök úttekt á aðild Reykjanesbæjar að Eignarhaldsfélaginu Fasteign.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi í gær að gera samning við Capacent ráðgjöf um verkefnið en fyrir lá tillaga frá Capacent varðandi nálgun að því.
Bæjarráð verður tengiliður Capacent við vinnslu verkefnsins.