Útsýnispallur og svið við Grindavíkurhöfn
Fyrstu tillögur að hönnun útsýnispalls og sviðs fyrir neðan Kvikuna í Grindavík voru lagðar fram á fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur í síðustu viku.
Nefndinni líst vel á hugmyndina og leggur til að þær verði þróaðar áfram. „Varanlegt svið og skjólsælt torg á þessum stað munu koma að góðum notum í tengslum við hina ýmsu viðburði í sveitarfélaginu og efla bæjarbraginn,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar.