Útsvarsprósenta óbreytt nema í Garði
Garður er eina sveitarfélagið á Suðurnesjum með breytta útsvarsprósentu fyrir tekjuárið 2007. Þar var hún hækkuð úr 12,70% í 13,03%. Önnur sveitarfélög eru með sömu útsvarsprósentu og undanfarin ár. Reykjanesbær og Sandgerði með 12,70% og Vogar og Grindavík með 13,03%.
Sveitarfélögin geta ákveðið útsvar á bilinu 11,24% til 13,03%. Meðalútsvar er 12,97% en 61 sveitarfélag af 71 innheimtir hámarksútsvar. Aðeins þrjú sveitarfélög í landinu eru með lágmarksútsvar.
Mynd/Bæjarskrifstofur Garðs