Útsvarslið Reykjanesbæjar fullskipað
Útsvarslið Reykjanesbæjar er fullskipað og var tilkynnt formlega í Menningarráði Reykjanesbæjar nú áðan. Tveir liðsmenn halda áfram í Útsvarsliðinu, þau Baldur Guðmundsson og Hulda G. Geirsdóttir.
Þá kemur Grétar Sigurðsson nýr inn í liðið. Hann er Keflvíkingur sem gat sér gott orð í spurningaliði Menntaskólans í Reykjavík, MR.
Fyrsta viðureign Reykjanesbæjar í Útsvari verður 22. nóvember nk.