Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útsvarið 14,48% í Garði
Fimmtudagur 14. nóvember 2013 kl. 10:05

Útsvarið 14,48% í Garði

Álagningarhlutfall útsvars verður 14,48% í Sveitarfélaginu Garði á næsta ári. Það er óbreytt hlutfall frá fyrra ári. Þetta var samþykkt samhljóða þegar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðustu viku.

Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, lagði fram tillögu D- og L-lista á fundinum um að í tengslum við vinnslu fjárhagsáætlunar verði Haraldur Líndal Haraldsson rekstrarhagfræðingur fenginn til að vinna úttekt á rekstri sveitarfélagsins. Bæjarstjóra verði falið að ganga til samninga við Harald. Það var samþykkt samhljóða á fundinum.

Forseti lagði jafnframt fram tillögu D- og L-lista um að boðað verði til íbúafundar um fjárhagsáætlunina áður en seinni umræða fer fram í bæjarstjórn. Á þeim fundi verði farið yfir fjárhagsáætlunina og íbúum gefið tækifæri til þess að kynna sér rekstur bæjarfélagsins og koma sínum sjónarmiðum um áætlunina á framfæri. Dagsetning á íbúafundinn hefur ekki komið fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024