Útskrifuðust af grafísku námskeiði MSS
Þessi glæsilegi hópur útskrifaðist úr námskeiðinu Grafískri hönnun hjá MSS í Grindavík í gærkvöldi. Grafísk hönnunarsmiðja er stórskemmtilegt 120 kennslustunda námskeið sem boðið er uppá í samstarfi MSS og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Kennt er á Adobe forritin Photoshop, Indesign og Illustrator.