Útskrift svæðisleiðsögumanna á Suðurnesjum
Þann 4. júní síðastliðinn útskrifuðust við hátíðlega athöfn sextán svæðisleiðsögumenn frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Hafa nemendur stofnað með sér sjálfseignastofnun sem mun starfrækja vefsíðu með upplýsingum um svæðið.
Þar verður hver leiðsögumaður með eigið heimasvæði þar sem hann býður upp á ferðir og uppákomur með leiðsögn. Þar má nefna ferðir tengdar þjóðsögum á Reykjanesi, fuglaskoðunarferðir, skoðunarferðir um Keflavík og ferðir sniðnar að óskum.
Framkvæmdastjóri er Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður og verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness.
Kom þetta fram á vefsíðu Reykjanesbæjar.
Hafa nemendur stofnað með sér sjálfseignastofnun sem mun starfrækja vefsíðu með upplýsingum um svæðið.
Þar verður hver leiðsögumaður með eigið heimasvæði þar sem hann býður upp á ferðir og uppákomur með leiðsögn. Þar má nefna ferðir tengdar þjóðsögum á Reykjanesi, fuglaskoðunarferðir, skoðunarferðir um Keflavík og ferðir sniðnar að óskum.
Framkvæmdastjóri er Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður og verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöðvar Reykjaness.
Kom þetta fram á vefsíðu Reykjanesbæjar.