Fréttir

Útskrift Marel fiskvinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands
Föstudagur 9. desember 2016 kl. 09:54

Útskrift Marel fiskvinnslutækna frá Fisktækniskóla Íslands

Átta nemendur voru útskrifaðir sem Marel vinnslutæknar frá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík í vikunni. Í fréttatilkynningu frá skólanum segir að námið sé sniðið að þörfum fiskvinnslunnar sem sífellt verði tæknivæddari með áherslu á framleiðslugæði og hámarksnýtingu hráefnis. Mikill skortur er á fólki með ákveðna tækni-, hugbúnaðar- og vinnsluþekkingu í fiskiðnaði og svarar námið kalli iðnaðarins.

Að loknu námi hefur fólk góða innsýn í virkni tækja og hugbúnaðar í fiskvinnslu og getur sinnt ákveðnu fyrirbyggjandi viðhaldi ásamt því að geta sett upp einfalda staðlaða vinnslulykla í helstu Marel tækjum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Útskriftarnemendur komu frá ýmsum stöðum á landinu svo sem frá Reykjavík, Vestmannaeyjum, Sauðárkróki, Akureyri og Fáskrúðsfirði. Þau tóku við prófskírteinum og minjagrip um námið í húsakynnum Marel ásamt sínum nánustu.