Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Útskrift ÍAK einkaþjálfara
Mánudagur 26. maí 2008 kl. 10:00

Útskrift ÍAK einkaþjálfara


 
Þrjátíu ÍAK einkaþjálfarar útskrifuðust frá Heilsu- og uppeldisskóla Keilis s.l. laugardag.

Stefanía Katrín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri, hélt við tilefnið útskriftarræðu þar sem fram kom meðal annars að ÍAK einkaþjálfaranámið er nú orðin viðurkennd námsbraut sem lánshæf er hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.

Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og fleira. Þær Sjöfn Sigþórsdóttir og Sonja Sverrisdóttir hlutu viðurkenningu fyrir besta bóklega árangurinn. Sjöfn hlaut meðaleinkunnina 9,2 og Sonja 8,43. Ásdís Þorgilsdóttir og Sveinn Rafn Hinriksson hlutu viðurkenningu fyrir besta verklega árangurinn. Þá hlaut Hrund Sigurðardóttir viðurkenningu fyrir bestu ritgerðina, Haraldur Magnússon var valinn besti kennarinn af nemendum og Sturla Ólafsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir hjálpsemi í vetur.

Í tilkynningu frá Keili segir að óhætt sé að gera kröfur til þeirra einkaþjálfara sem fá að merkja sig ÍAK. Þeir hafi hlotið ítarlega þjálfun á öllum sviðum einkaþjálfunar. Þeir vinna ekki með ,,eitt æfingakerfi fyrir alla“ heldur búa til einstaklingsmiðaðar þjálfunaráætlanir á sviði styrktar- og þolþjálfunar. Þá hafa þeir einnig góða þekkingu til að þjálfa einstaklinga með væg stoðkerfameiðsl, t. d. í baki, öxlum og/eða hnjám og hafa ítarlega þekkingu á næringarfræði.

Áhugasömum um þjálfarana og námið er bent á heimasíðu Keilis, www.keilir.net  Fyrri umsóknarfrestur í ÍAK einkaþjálfaranámið rennur út 13. júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024