Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Útskrift af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis
    Keilir útskrifaði átján nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 12. ágúst.
  • Útskrift af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis
    Oddný Eva Thorsteinsson flutti ræðu útskriftarnema en hún varð einnig dúx með 9,22 í meðaleinkunn.
Mánudagur 15. ágúst 2016 kl. 09:24

Útskrift af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis

Keilir útskrifaði átján nemendur af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 12. ágúst. Með útskriftinni hafa alls 78 nemendur útskrifast af Háskólabrú Keilis í sumar og samanlagt 143 nemendur úr fjarnámi og staðnámi deildarinnar á þessu ári.

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, flutti hátíðarræðu og Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp. Oddný Eva Thorsteinsson flutti ræðu útskriftarnema en hún varð einnig dúx með 9,22 í meðaleinkunn. Fékk hún bók og lesbretti frá Keili sem viðurkenningu fyrir góðan námsárangur.

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs var stofnaður árið 2007 og verður því tíu ára á næsta ári. Á þessum tíma hafa alls 2.668 nemendur útskrifast úr öllum deildum skólans þar af 1.421 nemandi úr Háskólabrú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024