Útskrifast sem leikskólaliðar frá MSS
Fimm reyndir leiðbeinendur af leikskólanum Heiðarseli í Reykjanesbæ útskrifuðust sem leikskólaliðar frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum sl. föstudag. Námið stunduðu þær frá febrúar 2008 til nóvember 2009.
Þetta eru þær: Ágústa Jóna Heiðdal, Sigrún Grétarsdóttir, Steingerður Hermannsdóttir, Sædís Ósk Guðmundsdóttir og Valgerður Harðadóttir.