Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útsending FOX NEWS á kapalrás Víkurfrétta
Miðvikudagur 19. mars 2003 kl. 18:32

Útsending FOX NEWS á kapalrás Víkurfrétta

Nú þegar búist er við innrás í Írak á næstu klukkustundum fylgjast fréttamiðlar vel með aðdraganda innrásarinnar. Á kapalrás Víkurfrétta í Reykjanesbæ verður útsending bandarísku fréttastöðvarinnar FOX NEWS sett í loftið á miðnætti í kvöld. FOX er ein af fjórum stærstu fréttastöðvum Ameríku og búast má við yfirgripsmiklum fréttaflutningi þar. Einnig eru stöðvar eins og CNN og SKY NEWS á kaplinum. Víkurréttir á Netinu hafa einnig tekið saman tenglasafn á alla helstu netmiðla heimsins sem fjalla um alþjóðamál.Tenglasafninu er hægt að tengjast með því að smella á hnapp hér vinstra megin á síðunni "STRÍÐ Í ÍRAK".
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024