Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útrásarverkefni MSS í Slóvakíu heppnaðist vel
Þriðjudagur 5. júlí 2011 kl. 09:15

Útrásarverkefni MSS í Slóvakíu heppnaðist vel

MSS, Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum lauk útrásarverkefni í Slóvakíu ekki alls fyrir löngu en það stóð yfir í eitt ár. „Verkefnið snerist fyrst og fremst um að Slóvakarnir vildu yfirfæra okkar þekkingu og reynslu til þeirra. Þarna má segja að við höfum verið í útrás, samt með jákvæðum formerkjum, og sköpuðum tekjur fyrir MSS og útflutningstekjur fyrir landið,“ segir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var árið 2008 sem MSS fékk fyrirspurn frá Slóvakíu um að vera með í Evrópuverkefni. Slóvakar vildu læra fullorðinsfræðslu af Íslendingum og Portúgölum. Bent hafði verið á MSS af innlendum aðilum sem fýsilega stofnun til að læra af í fullorðinsfræðslu. Það var síðan 1 ½ ári seinna sem verkefnið hófst formlega þ.e. í febrúar 2010 og lauk ári síðar.

„Það er alltaf gaman að kynnast öðrum þjóðum og menningu þeirra. Fyrir utan það þá er alltaf ákveðinn lærdómur fólginn í því að fara ofan í saumann á því sem við erum að gera með þau markmið að deila því með öðrum. Þú vilt vera viss um að það sem þú ert að ,,selja“ sé þess virði og ,,kaupandinn“ fái það sem hann er að borga fyrir. Matið á verkefninu í lokin gefur til kynna að Slóvakarnir hafi verið ánægðir með það sem þeir fengu en þeir hafa þegar sóst eftir frekara samstarfi,“ sagði Guðjónína sem er á myndinni með Önnu Leu og tveimur Slóvökum.

Nánar í prentútgáfu Víkurfrétta á fimmtudaginn.