Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Útnesjamenn með 300 nöfn
Fimmtudagur 15. febrúar 2018 kl. 11:21

Útnesjamenn með 300 nöfn

Þrjú hundruð tillögur bárust um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis en skilafresturinn rann út sl. mánudag. Tillögurnar verða nú sendar til Örnefnanefndar sem tekur þær til umsagnar, tillögurnar sem samþykktar verða af nefndinni verða síðan þeir kostir sem íbúar kjósa um.

Víkurfréttir sögðu frá því á dögunum að nýtt sveitarfélag megi ekki heita Sandgerði eða Garður.

Public deli
Public deli

„Það er gaman að sjá hvað það komu margar tillögur að nafni fyrir nýtt sveitarfélag. Það er snúið en skemmtilegt verkefni hjá nafnanefndinni að velja þær tillögur sem íbúar munu svo kjósa á milli. Ekki verður síður spennandi að sjá hvaða nafn verður svo á endanum fyrir valinu,“ segir Ólafur Þór Ólafsson sem situr í undirbúningsstjórn vegna sameiningar Garðs og Sandgerðis.