Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útlendingar í ránsferð?
Föstudagur 27. júlí 2007 kl. 09:55

Útlendingar í ránsferð?

Síðdegis í gær var tilkynnt um þjófnað á gleraugnaumgjörðum í Optical Studio við Hafnargötu.  Munu tveir útlendingar hafa verið þar á ferð að sögn vitna.  Þá kom síðar í ljós að vörum hafði verið stolið úr íþróttavöruversluninni K-Sport.  Er grunur á að um sömu aðila sé að ræða og voru á ferðinni í gleraugnaversluninni.

Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af fjórum útlendingum í gær vegna umferðarlagabrots.  Þeir gátu ekki framvísað neinum gildum persónuskilríkjum og voru því færðir á lögreglustöðina til að hægt væri að athuga hvort þeir væru með lögmæta dvöl hér á landi og reyndist svo vera. Samkvæmt lögum ber útlendingum að hafa ávallt meðferðis vegabréf eða annnað gilt kennivottorð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024