Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útlánum bókasafnsins fjölgaði um tæp 13%
Mánudagur 16. febrúar 2015 kl. 11:02

Útlánum bókasafnsins fjölgaði um tæp 13%

– Bókasafn Reykjanesbæjar vinsæll viðkomustaður unga fólksins

Árið 2014 fjölgaði útlánum á Bókasafni Reykjanesbæjar um tæp 13%. Ekki er hægt að bera tölurnar saman að fullu við 2013 vegna flutninga í Ráðhúsið það ár. Barnadeildin og upplýsingaþjónustan voru stækkaðar á árinu þannig að allar breytingar á safninu eru að baki um sinn. Þetta kemur fram í samantekt Stefaníu Gunnarsdóttur, forstöðumanns safnsins, í ársskýrslu Bókasafns Reykjanesbæjar sem kynnt var í menningarráði Reykjanesbæjar

Almenn ánægja er með breytingarnar á bókasafninu. Mikil fjölgun hefur orðið á heimsóknum leikskólabarna í sögustundir eða um 40% frá árinu 2012 auk þess sem grunnskólakennarar hafa komið með nemendur sína í auknum mæli í safnaheimsóknir. Þá hefur einnig orðið fjölgun á millisafnalánum um 17%. Viðburðir á vegum safnsins voru flestir vel sóttir en um 20 uppákomur voru á árinu 2014 bæði fyrir börn og fullorðna.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024