Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útkall vegna skútu í vanda út af Garðsskaga
Mánudagur 22. júlí 2024 kl. 09:24

Útkall vegna skútu í vanda út af Garðsskaga

Áhöfnin á Björgunarskipinu Hannes Þ Hafstein fékk útkall rétt fyrir klukkan 10:00 í gærmorgun vegna skútu í vanda rétt sex sjómílur út frá Garðsskaga.

Verkefnið gekk vel og allir komust heilir í höfn rétt fyrir klukkan 12:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Til fróðleiks þá er Björgunarskipið Hannes Þ Hafstein mannað af tveimur björgunarsveitum en það eru Björgunarsveitin Suðurnes og Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði sem sameina krafta sína og ná þannig að halda uppi vel þjálfaðri áhöfn sem er til taks allt árið um kring.


Frá þessu er greint á Facebook-síðu Björgunarsveitarinnar Suðurness.