ÚTIVISTARÁTAKIÐ HELDUR ÁFRAM
Um síðustu helgi tók lögreglan 18 börn sem voru úti eftir að þau áttu að vera komin heim. Flest þeirra voru fædd 1984 og 1985 og nokkur voru ölvuð. Börnin voru annað hvort keyrð í athvarf útideildar, þar sem foreldrar komu og sóttu þau, eða ekið til síns heima. Lögreglan ítrekar fyrir foreldrum að fara eftir lögum um útivistartíma barna og unglinga.