Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útilaugin í Keflavík loks tekin í notkun
Svona er útilaugin í dag.
Mánudagur 1. desember 2014 kl. 15:57

Útilaugin í Keflavík loks tekin í notkun

Útilaugin við sundmiðstöð Keflavík hefur loks verið tekin í notkun eftir gagngerar endurbætur. Framkvæmdir stóðu yfir í tæpa fjóra mánuði. Fyrirfram var áætlað að framkvæmdir tækju talsvert skemmri tíma en það sem setti strik í reikninginn voru miklar steypuskemmdir í botni útilaugarinnar og lekar í mannvirkinu. „Laugin er frá árinu 1990 og því var kominn tími á þessar breytingar,“ segir Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar. Hann segir að vissulega komi til aukinn kostnaður vegna þessara framvkæmda sem ekki var búist við í upphafi, en framkvæmdin hjóðar upp á rúmar 100 milljónir. Annars stenst fjárhagsáætlun að mestu leyti. „Það var ansi mikið um leka í mannvirkinu sem þurfti að laga. Það tafði okkur um nokkrar vikur,“ bætir Ragnar við. Nýr dúkur var settur í sundlaugina að mestu, þó ekki í barnalauginni svokölluðu sem snýr að búningsklefum.

„Menn áttuðu sig ekki alveg á því hversu mikið verk þetta væri. Við erum hins vegar mjög ánægð með útkomuna en dúkurinn kemur vel út. Eins er búið að laga alla lýsingu og laga klórkerfið allt saman.“ Heitu pottarnir voru teknir í notkun fyrir rúmum mánuði en Ragnar segir að þessar framkvæmdir hafi ekki raskað skólasundi eða æfingum hjá sundfélaginu enda fari það fram í innilauginni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024