Fréttir

Útibúi Landsbankans í Sandgerði lokað
Föstudagur 12. september 2014 kl. 13:02

Útibúi Landsbankans í Sandgerði lokað

Vinnsla í Reykjanesbæ flutt til Reykjavíkur

Frá og með 11. október verður útibúi Landsbankans í Sandgerði lokað. Hluti starfsmanna þar færist í útibú bankans í Reykjanesbæ. Bakvinnsla sem starfrækt hefur verið í Reykjanesbæ verður svo flutt í starfsstöð bankans í Mjódd í Reykjavík. Starfsmönnum úr Reykjanesbæ bjóðast störf þar. Unnið er að breytingum í Landsbankanum sem leiða munu til hagræðingar og einföldunar í rekstri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Hagræðingarnar hafa leitt til fækkunar stöðugilda um 150 á  undanförnum árum og sú fækkun hefur að langstærstum hluta byggst á eðlilegri starfsmannaveltu, þar sem ekki er ráðið í störf sem losna, eða starfsmenn hætta vegna aldurs. Fyrirséð er að um 40 starfsmenn til viðbótar láti af störfum fram að áramótum,18 vegna uppsagna nú, en aðrir vegna aldurs. Fækkunin nær til flestra sviða bankans og á sér stað í Reykjavík og á landsbyggðinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024