Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útibú Fiskistofu í Grindavík tekur til starfa
Þriðjudagur 3. júní 2008 kl. 16:23

Útibú Fiskistofu í Grindavík tekur til starfa

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Einar K. Guðfinnsson opnaði nýtt útibú Fiskistofu í Grindavík í gær. Útibúið í Grindavík er sjötta útibú Fiskistofu. Hin eru á Ísafirði og Akureyri sem hafa verið starfrækt meira en áratug og útibúin í Stykkishólmi, á Höfn og í Vestmannaeyjum sem öll eru tilkomin á síðustu þremur árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starfsmenn útibúsins eru Eyþór Þórðarson deildarstjóri og eftirlitsmennirnir Ragnar Guðmundsson, Sigurpáll Sigurbjörnsson og Örn S. Holm. Starfssvæði útibúsins eru Suðurnes þ.e. Grindavík, Sandgerði, Garður, Reykjanesbær og Vogar. Segja má að stofnun útibús í Grindavík sé lokahnykkurinn í þeirri ákvörðun, sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen tók árið 2005, að flytja veiðieftirlit Fiskistofu út á land, segir í frétt á vef Fiskistofu.

Frétt af www.skip.is