Úthlutun hjá Fjölskylduhjálp í dag
Fjölskylduhjálp er mikið sótt og er þörfin mikil þessa dagana að sögn Önnu Jónsdóttur, verkefnastjóra Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum. Sem dæmi þá sóttu yfir 300 fjölskyldur aðstoð fyrir jólin og fer þetta ekkert minnkandi. Fyrirspurnir berast daglega um hjálpina en Anna vill benda á að Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum er opin alla fimmtudaga frá kl. 16:00 til 18:00.