Úthluta fleiri fjölbýlishúsalóðum í nýjum miðbæ í Vogum
Lagt hefur verið til við bæjarráð Voga að samþykkt verði að auka lítillega við verk í nýju miðbæjarskipulagi í Vogum svo unnt sé að úthluta fimm lóðum undir fjölbýlishús í stað þeirra þriggja, sem núverandi verkmörk miðast við.
Bæjarráð tók málið fyrir á fundi á dögunum og samþykkti að auka við verkið samkvæmt því sem fram kemur í minnisblaði sem lagt var fyrir ráðið. Þá kemur fram í gögnum bæjarráðs að viðbótarkostnaður vegna breytinganna fjármagnist með tekjum af aukningu gatnagerðagjalda.