Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útgjöld til fjárhagsaðstoðar hækkuðu um 21%
Fimmtudagur 22. nóvember 2007 kl. 16:03

Útgjöld til fjárhagsaðstoðar hækkuðu um 21%

Alls fengu 173 einstaklingar og fjölskyldur fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ á árinu 2006 en það er 5% fækkun frá fyrra ári , að því er fram kemur í ársskýrslu Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar. Útgjöld til fjárhagsaðstoðar hækkuðu um 21% frá árinu 2005.

Fleiri konur en karlar sóttu um framfærslu á síðasta ári, eða 111 konur á móti 62 körlum.
Í árskýrslunni segir að töluverður munur sé á þeim körlum og konum sem sækja um framfærslu. Karlarnir eru oftast nær einir en 69% þeirra kvenna sem fengu framfærslu á síðasta ári höfðu fyrir börnum að sjá. Það er töluverð fækkun frá árinu á undan en þá voru tæp 90% þeirra kvenna sem fengu framfærslu með börn á framfæri.

Athygli vekur að aldursdreifing þeirra einstaklinga sem sóttu um framfærslu breyttist mikið á milli ára. Árið 2005 var aldurshópurinn 18 - 24á ra  fjölmennastur eða 41% af umsækjendum. Árið 2006 var fjöldi umsækjenda í þessum aldurshópi kominn í 27%.

Í ársskýrslunni kemur fram að 39% hafi fengið framfærslu eingöngu einu sinni en rúm 12 fengu framfærslu í 8-12 mánuði árið 2006.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024